Sunnudagurinn 10. október hefst að venju á sunnudagaskólanum sívinsæla kl. 11 en um kvöldið kl. 20 verður haldin helgistund með tónlistina í öndvegi, sem ber heitið Sálarsinfónía. Þar syngur Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar fjölda nýrra og eldri gospellaga. Auk þess verða lesnir ritningarlestrar og flutt verður hugvekja. Prestar Lindakirkju þjóna. Allir velkomnir.