Lofgjörðar- og fyrirbænastundir verða haldnar á miðvikudagskvöldum kl. 20 í vetur. Um er að ræða hugljúfar og blessunarríkar stundir þar sem sungin er lofgjörð og flutt hugvekja og/eða vitnisburður, en í lok stundanna er boðið upp á fyrirbæn. Einstakur hópur sjálfboðaliða hefur annast þetta dýrmæta starf á undanförnum árum í samvinnu við presta Lindakirkju. Steinar Kristinsson, trompetleikara mun leiða tónlistarhópinn í vetur. Sr. Guðmundur Karl leiðir fyrstu lofgjörðarstund vetrarins, miðvikudaginn 8. september kl. 20.