Sunnudagaskólinn er uppskrift að gæðastund fyrir bæði börn og fullorðna. Hann verður að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11:00, stútfullur af góðri dagskrá, söng og bænum. Ef veður leyfir verður farið í útileiki.
Um kvöldið kl. 20 verður haldin Countrymessa. Unnendur countrytónlistar þekkja tónlistarmanninn Axel O, en hann hefur bæði staðið fyrir viðburðum hér á landi og unnið til verðlauna fyrir tónlist sína á erlendri grundu. Axel syngur í messunni ásamt hljómsveit sem skipuð er Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara, Sigfúsi Óttarssyni trommuleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara og Óskari Einarssyni píanóleikara, sem er jafnframt tónlistarstjóri. Prestarnir Dís Gylfadóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson þjóna.