Sumarhappdrætti Lindakirkju gekk mjög vel og seldust 275 miðar sem skila rúmlega 400.000 krónur í Líknarsjóð og uppbyggingu barnastarfs í Lindakirkju. Vinningar eru 52 og því mun fimmti hver miðahafi að jafnaði fá vinning! Til stóð að draga í happdrættinu í dag 18. júní, en vegna óhjákvæmilegra aðstæðna hjá Sýslumanni, þarf að fresta útdrættinum fram í næstu viku. Við setjum upplýsingar um vinningshafa hingað inn um leið og útdráttur hefur farið fram.