Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar flytur nokkrar vel valdar gospelbombur ásamt hljómsveit.
Aðgangur er ókeypis en vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að hafa þennan háttinn á og komast því færri að en vilja.
Örvæntið þó ekki. því tónleikunum verður streymt bæði á heimasíðu og Facebook síðu Lindakirkju.
Fáðu þér miða á GOSPELBOMBU með því að smella hér.

ATHUGIÐ! Nauðsylegt er að sýna miðann við innganginn. Þar fáið tónleikagestir afhenta skráningarmiða og blýant sem hver og einn tekur með sér inn í kirkjuna og skráir sig.
Miðunum er svo safnað saman skömmu áður en tónleikar hefjast. Í samræmi við sóttvarnarreglur er grímuskylda á tónleikunum.