Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn fermingarbarna vorsins 2022 senda bæklinga frá Lindakirkju því senn hefst skráning á þeim vettvangi. Í bæklingnum kom fram að fyrirhugaður væri fundur fimmtudaginn 20. maí kl. 18 í Lindakirkju. Þegar bæklingurinn var sendur út ríkti helst til mikil bjartsýni um sóttvarnarmál í okkar herbúðum. Sömuleiðis var það ekki efst í kollinum að þetta ber upp á fyrri forkeppni Eurovision, einmitt kvöldið þegar Daði og Gagnamagnið munu slá í gegn. Fundurinn verður eftir sem áður haldinn kl. 18 en eingöngu hér á heimasíðu og á Facebooksíðu Lindakirkju. Skráning hefst 20. maí stundvíslega kl. 19:00 , eins og fram kemur í bæklingnum.