Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 og allir velkomnir. Eins og fram kemur hér á síðunni er aðalsafnaðarfundur kl. 17. Um kvöldið kl. 20 verður svo haldin guðsþjónusta. Óskar Einarsson leikur á flygilinn og stjórnar Kór Lindakirkju með glæsibrag. Rolf Gaedeke, básúnuleikari mun einnig leika tvö verk. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Allir velkomnir meðan sóttvarnarreglur leyfa.