Næsta sunnudag 2. maí verður sunnudagaskólinn með hefðbundum hætti kl. 11:00. Regína og Svenni sjá um stundina ásamt sr. Guðna Má Harðarsyni.
Um kvöldið kl. 20:00 verður opin guðsþjónusta þar sem Óskar Einarsson stýrir Kór Lindakirkju og sr. Guðni Már þjónar.
Mánudaginn 3. Maí verða vinavoðir milli 11:00 og 13:00.
Þriðjudaginn 4. Maí verða foreldrarmorgnar í umsjá Regínu Óskar kl. 10:00-12:00
Barnakórinn kemur saman í síðasta skipti fyrir sumarfrí 4. maí kl. 15:50-16:35.
KFUM og KFUK starfið er komið í sumarfrí sem og unglingagospelkórinn
Miðvikudaginn 5. maí verður Máttugur miðvikudagur lofgjörðarstund kl. 20:00 og halda þær stundir áfram út maí.
Eldri borgarastarfið verður vonandi með samveru í lok maí eða byrjun júní og verður það auglýst síðar.