Helgihald Lindakirkju á föstudaginn langa og páskadag verður sýnt hér á heimasíðu Lindakirkju og á Facebook. Á föstudaginn langa verður dagskrá í tali og tónum í umsjón sr. Guðna Más Harðarsonar. Þóra Karítas Árnadóttir, leikkonaa les ritningarlestra og Guðrún Óla Jónsdóttir söngkona syngur þrjá sálma. Óskar Einarsson leikur með á píanó.

Á páskadagsmorgun birtast hér á síðunni páskaguðsþjónusta og sérstakur páska-sunnudagaskóli.
Í páskaguðsþjónustunni þjónar sr. Dís Gylfadóttir en félagar úr Kór Lindakirkju syngja undir stjórn og við undirleik Óskars Einarssonar.