Nú er komið að annarri fermingarhelgi í Lindakirkju og verða tvær fermingarathafnir á laugardaginn og ein á sunnudaginn.

En að öðru leyti verður helgin með venjubundnu sniði. Sunnudagaskóli verður kl. 11:00, og verður sunnudagaskólinn í kirkjuskipinu. Sr. Guðni Már Harðarsson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum.
Guðsþjónusta kl. 20:00. Óskars Einarssonar og félagar leiða lofgjörðina. Sr. Guðni Már Harðarsson þjónar.

Vakin er athygli á því að allir fullorðnir sem sækja athafnir í kirkjunni þurfa að fylla út miða með nafni, kennitölu, símanr. og hvar setið er í kirkjunni.
Miðar eru afhentir við innganginn og er þeim síðan safnað saman áður en athöfn byrjar.

Grímuskylda er við allar athafnir.