Sunnudagaskólinn hefst að vanda kl. 11 og auðvitað er 6-9 ára börnum líka boðið upp á stund við þeirra hæfi. Um kvöldið kl. 20 er guðsþjónusta þar sem Kór Lindakirkju syngur af hjartans list undir stjórn Óskars Einarssonar sem að vanda spilar einnig á píanóið, en auk Óskars spila bassaleikarinn Páll Elvar Pálsson og básúnusnillingurinn Rolf Gaedeke. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
Athöfninni verður streymt bæði hér á heimasíðunni og á Facebooksíðu Lindakirkju.
Að sjálfsögðu verður farið í hvívetna eftir sóttvarnar-reglum. Allir velkomnir.