Öll fögnum við fréttum af góðum tilslökunum á samkomutakmörkunum. Þær leiða meðal annars af sér að nú er mögulegt að setja safnaðarstarfið nánast í sínar föstu skorður aftur, að sjálfsögðu í samræmi við sóttvarnarreglur. Eina undantekningin á því, í bili er að ekki er hægt að hafa borðhald á hádegissamverum eldri borgara. Þess í stað færum við stundirnar til kl. 15, e

n þá munum við bjóða upp á kaffisopa og með því (í lokuðum umbúðum), fáum góða gesti og ljúkum samverunum með helgistund. Fyrsta stundin verður fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15:00. Gjald er aðeins 500 kr. Skráning hefst hér á heimasíðunni fimmtudaginn 11. febrúar. Gestur fyrstu samverunnar er RAX, Ragnar Axelsson, ljósmyndari sem sýnir myndir og segir sögur úr bók sinni Hetjur norðurslóða.
Máttugir miðvikudagar hefja göngu sína að nýju frá og með miðvikudeginum 10. febrúar. Samverurnar hefjast kl. 20 og byggja á ljúfri lofgjörð, hugvekju og fyrirbæn. Fyrst um sinn verður ekki boðið upp á kaffi að samveru lokinni eins og venja er.
Sunnudagaskólinn byrjar aftur sunnudaginn 14. febrúar kl. 11 og sama er að segja um guðsþjónustur sem verða á sínum tíma og stað kl. 20 á sunnudagskvöldum.