Jólastund fjölskyldunnar á aðfangadag hefur verið föst hefð í safnaðarstarfinu í Lindasókn frá því það hóf göngu sína árið 2002. Hér er Jólastundin í formi jólaþáttar.

Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu, Óskar Einarsson er við píanóið, Regína Ósk tekur lagið, við fylgjumst með jólahaldi hjá Nebba og sjáum helgileik frá börnum í Lindakirkju. Prestarnir Guðmundur Karl og Guðni Már leiða stundina. Þátturinn er gerður af Þorleifi Einarssyni.