Að þessu sinni verður ekki um hefðbunda helgistund að ræða heldur tökum við upp þráðinn frá því í vor með þáttinn Helgar stundir.

Hljómsveitin Sálmari sér um tónlistarflutning en prestar Lindakirkju annast kynningar. Í þættinum rifjar Kristín S. Þórðardóttir upp fallega jólaminningu og sýnt verður splunkunýtt myndband við lagið Stjörnubjarta nótt með Regínu Ósk og Kór Lindakirkju.