Þar sem fólk getur ekki safnast saman í kirkjur á tónleika og helgihald á þessari aðventu og um jólin þá ákvað Lindakirkja í Kópavavogi að gera veglega útgáfu af jólalagi með Kór Lindakirkju og gefa það út ásamt myndbandi.

Lagið heitir Stjörnubjarta nótt og eru bæði lag og texti er eftir Guðmund Karl Brynjarsson, sóknarprest, en Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Lindakirkju útsetti það fyrir kór og hljómsveit.

Regína Ósk sunnudagaskólakennari í Lindakirkju með meiru syngur einsöng með Kór Lindakirkju. Hljóðfæraleikarar eru

  • Friðrik Karlsson, gítar
  • Jóhann Ásmundsson, bassi og upptökustjórn
  • Gunnlaugur Briem, trommur
  • Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðla
  • Óskar Einarsson, píanó.

Myndbandið gerði Sindri Reyr Einarsson.

Lagið Stjörnubjarta nótt er jólakveðja frá Lindakirkju til þjóðarinnar.