Skemmtilegt og uppbyggilegt fimm vikna námskeið, á fimmtudögum frá kl. 17:00-18:00, þar sem mikið er hlegið en jafnframt slakað á. Ýmis fræðsla er veitt um áhrif hláturs á líkamlega og andlega heilsu. Þau eru meiri en mörgum er kunnugt.

Námskeiðið leiðir Þórdís Sigurðardóttir markþjálfi og hláturþjálfi.

Næsta hláturnámskeið hefst fimmtudaginn 8. október og kostar 10.000 kr.

Skráning á lindakirkja@lindakirkja.is eða í síma 544 4477.