Handavinnuhópurinn Vinavoðir í Lindakirkju, sem hefur heklað og prjónað mörg hundruð bænasjöl á undanförnum árum, en þau hafa verið gefin sjúklingum og öðrum sem staddir eru á krossgötum í lífi sínu. Nú hafa Vinavoðir bætt við nýju verkefni sem eru litlir sætir kragar handa skírnarbörnum sem foreldrar skírnarbarna hafa þegið að gjöf fyrir hönd barna sinna. Vinavoðir hittast á mánudögum frá kl. 11-13.

Þú ert velkomin/n í hópinn.