Kynningarkvöld fyrir Alfa-námskeið verður miðvikudagskvöldið 23. september í Lindakirkju kl. 18:00. Námsskeiðið stendur svo í 7 miðvikudagskvöld frá kl. 18:00 – 20:00 (auk helgarferðar í Ölver sumarbúðir 6.-8. nóvember)
Sr. Guðni Már Harðarson heldur utan um námsskeiðið þetta árið ásamt góðum hópi fólks. Heiðdísi Karlsdóttur, Nínu Dóru Pétursdóttur, Þórdísi Sigurðardóttur, Gunnari Böðvarssyni og sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni.
Á Alfa-námskeiðinu sem hefur verið haldið á ári hverju frá stofnun Lindasóknar verður stuðst við myndbönd til kennslu í bland við lifandi fyrirlestra. Alfa styðst við bók Nicky Gumbel; Spurningar lífsins (e. Questions of Life). Umgjörð námskeiðsins er afslöppuð og þægileg og ekki eru lagðar kröfur á þátttakendur um viðhorf, skoðanir eða afstöðu. Upplifun hvers og eins af námskeiðinu er ávallt mjög persónuleg. Hver og einn dregur sinn lærdóm. Margir hafa hlotið blessun af því að sækja Alfa-námskeið oftar en einu sinni enda trúarglíman og spurningar lífsins sístætt verkefni.
Við í Lindakirkju bjóðum þig sérstaklega velkomin á kynningarkvöldið þar sem boðið verður uppá ljúffenga máltíð, kynningar fyrirlestur og spurningar. Vitanlega gætum við að fullu að öllum fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda.
Kostnaður við kynningarkvöldið er enginn en fyrir hin kvöldin 7 er greitt 1500 krónur fyrir matinn og svo kostar ferðin í Ölver 9000 krónur með öllu inniföldu.
Ef fólk á í vandræðum með að greiða fyrir námskeiðið biðjum við um að senda okkur í senda línu á gudni@lindakirkja.issvo hægt sé að koma á móts við það. Enginn á að þurfa hætta við þátttöku í Alfa á fjárhagslegum forsendum.