KFUM og KFUK starf í Lindakirkju hefst í dag 8. september og verður vikulega á þriðjudögum:
Það er nóg í boði fyrir börn og unglinga í Lindakirkju. Í samstarfi við KFUM og KFUK býður Lindakirkja uppá skemmtilega vikulega fundi þar sem ýmislegt er brallað, t.d. hópefli og leikir, bingó, gestir, pizzafundir og margt fleira. Í hvert skipti er líka helgistund sem veitir andlega ró og frið. Þá er farið í Vatnaskóg og gist eina nótt. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema þegar farið er í Vatnaskóg þá er greitt hóflegt gjald fyrir það.
Aldursskiptingu starfsins má finna hér:
YD KFUK, 9-12 ára
Þriðjudaga kl. 15:30-16:30
Leiðtogar: Andrea Rut Halldórsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, Kristrún Lilja Gísladóttir
Ungleiðtogi: Sigríður Sól Ársælsdóttir
YD KFUM, 9-12 ára
Þriðjudagar 17:00-18:00
Forstöðumenn: Gunnar Hrafn Sveinsson og Guðni Már Harðarson
Leiðtogar: Eiríkur Skúli Gústafsson og Róbert Ingi Þorsteinsson
Ungleiðtogi: Jakob Freyr Einarsson
UD KAKTUS, 8.-10. bekkur Þriðjudagskvöld
8. bekkur 19:00-20:15
Forstöðumenn: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson
Leiðtogar: Ísak Jón Einarsson og Kristrún Lilja Gísladóttir
9.-10. bekkur 20:30-22:00
Forstöðumenn: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson
Leiðtogar: Ísak Jón Einarsson og Kristrún Lilja Gísladóttir
Hetjan ÉG sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi í 5.-6. bekk
mánudögum kl. 16:30-18:00 samskonar námskeið fyrir stúlkur í Digraneskirkju
Hefst 19. október- Auglýst betur síðar