Í Lindakirkju verður nóg um að vera eins og flesta sunnudaga ársins. Sunnudagaskólinn hefst að nýju eftir aðeins tveggja vikna hlé. Þau Regína og Svenni leiða stundina í góðu félagi við Rebba og fleiri hjálparkokka.
Um kvöldið verður guðsþjónusta kl. 20 í kirkjunni. Óskar Einarsson tónlistarstjóri Lindakirkju leiðir tónlistina en sr. Guðmundur Karl þjónar. Í Lindakirkju er hátt til lofts og vítt til veggja og allir eru hjartanlega velkomnir meðan fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk leyfa.