Nethelgistund frá Lindakirkju með breyttu sniði. Þema kvöldsins er GLEÐI.

Allir prestar Lindakirkju taka þátt: Dís Gylfadóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðni Már Harðarson

Óskar Einarsson leiðir tónlistina að venju en með honum leikur Páll E. Pálsson á kontrabassa. Söngkonur úr Kór Lindakirkju, Anna Bergljót Böðvarsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir syngja ásamt Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur djákna sem flytur frumsamið lag og segir frá tilurð þess. Stúlkur úr Unglingagospelkórnum og eldri fermingarbörn úr Lindakirkju leiða bænastund.

Hugleiðingu flytur sr. Dís Gylfadóttir.