Að morgni föstudagsins langa mun birtast helgistund hér á heimasíðunni og á facebooksíðu Lindakirkju. Þar fær píslarsaga Jóhannesarguðspjalls að tala til okkar. Jóhann Sigurðarson leikari les. Baldvin Snær Hlynsson píanóleikari og Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari leika þrjá sálma.

Að morgni páskadags fáum við sprellfjörugan og skemmtilegan sunnudagaskóla með Regínu Ósk, Svenna Þór, Nebba, Tófu og öllum hinum. Að kvöldi páskadags kl. 20 sendum við út páskahelgistund. Óskar Einarsson situr við flygilinn en með honum syngja Andrea Bóel Bæringsdóttir, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðrún Óla Jónsdóttir og Katrín Valdís Hjartardóttir. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson og sr. Dís Gylfadóttir þjóna.