NÝR SUNNUDAGASKÓLI OG HELGISTUND STREYMT Á VISIR.IS

Eins og síðasta sunnudag höldum við sunnudagaskólann heima. Kosturinn við það er þá er hægt að horfa á hann aftur og aftur, eins og margir gerðu fyrir viku. Regína Ósk og Svenni syngja með okkur, við fáum að heyra Biblíusögu frá Gunnari Hrafni, kíkjum við hjá Tófu og Nebba og að sjálfsögðu hefur Rebbi eitthvað til málanna að leggja líka.

Klukkan fimm (17:00) verður helgistund streymt frá Lindakirkju gegn um visir.is. Kórsystkinin úr Kór Lindakirkju, Arnar Dór, Gógó, og Áslaug Helga syngja ásamt Óskari Einarssyni, tónlistarstjóra sem spilar einnig á píanó. Páll Elvar Pálsson plokkar bassann. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir stundina og flytur hugvekju.