Eins og allir vita fellur allt helgihald Lindakirkju niður meðan á samkomubanni stendur og þó ekki. Í fyrramálið verður hægt að sjá splunkunýjan sunnudagaskóla hér á síðunni og á Facebooksíðu Lindakirkju. Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni í höndum hjónanna Regínu Óskar og Svenna Þórs og með þeim er Gunnar Hrafn, æskulýðsfulltrúi í Lindakirkju og Rebbi verður á sínum stað. Við lítum einnig bæði til Tófu og Nebba svo nóg verður um að vera.
Seinnipart dags munum við einnig birta helgistund á sömu stöðum. Sr. Dís Gylfadóttir flytur hugvekju, Óskar Einarsson situr við píanóið en auk hans syngja Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðrún Óla Jónsdóttir, Regína Ósk og Svenni Þór.