Í kjölfar frétta um útbreiðslu Corona veirunnar og hvatning Almannavarna og Landlæknis til sérstakrar aðgátar varðandi þá hópa sem eru í mestri hættu af hennar völdum höfum við ákveðið að fella niður samverur eldri borgara í Lindakirkju fram yfir páska. Þau sem þegar hafa skráð sig og greitt með korti munu fá endurgreiðslu strax eftir helgi en þau sem greitt hafa eftir öðrum leiðum þurfa að bíða betri tíma. Við hvetjum alla til að kynna sér betur spurningar, svör og tilmæli Landlæknisembættisins hér.