Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11.00. Að þessu sinni verður bíó sunnudagaskóli, þar sem við horfum á skemmtilega þætti með Hafdísi og Klemma og popp og djús með. Messa kl. 20.00. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Allir velkomnir.