Sunnudaginn 1. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og af því tilefni munu barna- og unglingakórar Lindakirkju leika stórt hlutverk í Lindakirkju. Kl. 11:00 mun barnakór Lindakirkju koma í heimsókn í sunnudagaskólann og syngja 3 lög undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur og Hjördísar Önnu Matthíasdóttur. Kl. 20:00 mun unglingagospelkór Lindakirkju syngja í guðsþjónustu undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Óskar Einarsson leikur undir á píanó. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Allir velkomnir.