Máttugur miðvikudagur: Téo van der Weele gestur kvöldsins

Máttugur miðvikudagur: Téo van der Weele gestur kvöldsins

Téo talar til okkar á lofgjörðar- og fyrirbænastund 19. feb. kl. 20

Hollendingurinn Téo van der Weele er mörgum Íslendingum kunnur sem andlegur leiðbeinandi og sálgætir eftir áratuga þjónustu. Sem ungur prestur starfaði hann á meðal flóttafólks í Tælandi þar sem þúsundir þörfnuðust áfallahjálpar. Þá hóf hann að þróa aðferð sína sem miðar að því að almennir sjálfboðaliðar geti lært að miðla græðandi mætti Guðs inn í líf annarra. Téo leggur áherslu á að miðla friði og blessun Guðs í gegnum fyrirbæn. Friður í skilningi Téo er áhrifaafl sem vekur kyrrð og öryggi í lífi fólks og gefur þeim sem orðið hafa fyrir áföllum færi á að endurheimta sjálf sig.

Téo heimsækir Lindakirkju og talar á næstu lofgjörðarstund, 19. feb. kl. 20. Í lok stundarinnar mun hann taka þátt í fyrirbænastundinni og veita fólki blessun. Daginn eftir gefast nokkur tækifæri til að fá sálgæsluviðtal hjá Téo.

Allir hjartanlega velkomnir.

2020-02-17T10:53:17+00:0017. febrúar 2020 10:53|

Deildu þessu með vinum þínum!

Go to Top