Á dögunum barst Lindakirkju afar höfðingleg minningargjöf þegar Guðrún Gísladóttir, sem er mjög virk í eldri borgara starfi safnaðarins, gaf glænýjan 12 skúffu gufuofn í nýuppgert eldhús Lindakirkju. Andvirði ofnsins er rúm ein milljón króna. Ofninn kemur sér mjög vel í starfinu og annar vel þeirri miklu aðsókn sem verið hefur í eldriborgarastarfinu í vetur. Guðrún gaf ofninn í minningu Guðmundar Arnars Gunnarssonar eiginmanns hennar til 52 ára sem sótti starfið í Lindakirkju ávallt með Guðrúnu, en hann lést þann 12. mars 2015. Blessuð sé minning Guðmunar Arnars. Á myndinni má sjá Guðrúnu ásamt Ágústu, Guðmundu og Lárusi sem standa vaktina í eldhúsinu í eldriborgarastarfinu.