Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað klukkan ellefu. Rebbi kemur í heimsókn og að sjálfsögðu syngjum við frábæra sunnudagaskólasöngva og heyrum sögu úr Biblíunni. Að loknum sunnudagaskólanum verður að sjálfsögðu boðið upp á kex og djús eins og venjulega.
Um kvöldið kl. 20 verður messa. Kór Lindakirkju syngur og Óskar Einarsson stjórnar og hamrar á píanóið af sinni alkunnu snilld. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur þjónar. Allir velkomnir.