Annar sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og þá kveikjum við á Betlehemkertinu og syngjum saman. Eftir það mun Stopp-leikhópurinn sýna leikritið Jólin hennar Jóru.

Um kvöldið er guðsþjónusta í Lindakirkju en þá munu hjónin Regína Ósk og Svenni Þór leiða okkur í söng og syngja nokkra vel valda jóla- og aðventusálma. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir helgihaldið. Allir velkomnir.