Kl. 11:00. Sunnudagaskóli og 6-9 ára starf. Sr. Guðni Már ásamt vöskum hópi sunnudagaskólakennara sjá um stundina. Kveikt á fyrsta aðventukerti og söfnunarbaukum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar dreift. Kl. 20:00. Kaffihúsamessa. Tríóið Töfratónar leiðir tónlistina en það skipa Helgi Hannesson á píanó, Steinar Matthías Kristinsson á trompet og söngkonan Kristín Birna Óðinsdóttir. Heitt súkkulaði og smákökur á boðstólnum. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina og flytur hugleiðiningu. Verið velkomin.