Lindakirkja er stolt af öflugu tónlistarlífi í kirkjunni. Þessi jólin var ákveðið að halda 5 jólatónleika á vegum Lindakirkju. Allur ágóði tónleikanna rennur í góðgerðarmál. Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar nýtur góðs af tónleikahaldinu sem og líknar og uppbyggingarsjóðir Lindakirkju.

Tónleikarnir sem umræðir eru Jóla-Bublé, þar sem söngvarnir Arnar Dór, Gói og Ari Ólafs syngja lög kanadíska söngvarans Michel Buble. Húsfyllir var á tvennum tónleikum í fyrra, stórsveit með brassbandi kemur tónlistinni til skila en alls standa 14 manns á sviðinu.

Á Aðventuhátíð Lindakirkju er alltaf yfirfullt en þar kemur fram hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar.  Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar, Unglingagospelkór Lindakirkju sem og Barnakór Lindakirkju báðir undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Sérstakir gestir eru svo kvennakvartettinn Lyrika.

Þegar þessi frétt er rituð eru á á þriðja þúsund miðar seldir á tónleikanna og ljóst að best er að tryggja sér miða strax.

 

Á Jóla-Bublé er miðastaðan eftirfarandi:

Laugardaginn 30. nóvember kl. 17:00: Örfá sæti laus                                                                                           Laugardaginn 30. nóvember kl. 20:00 Örfá sæti laus

Fimmtudaginn 4. desember kl. 20:00 Uppselt

Miða má kaupa á Jóla Bublé hér: https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/11103/Jola_Buble_2019

Á aðventuhátíðina er miðastaðan eftirfarandi:

Sunnudaginn 15. desember Laus sæti

Sunnudaginn 15. desember Örfá sæti laus

Miða á Aðventukvöldið má kaupa hér:

https://tix.is/is/event/9086/a-ventuhati-lindakirkju/