Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11 þar sem við munum að sjálfsögðu syngja sunnudagaskólasöngvana okkar, heyra biblíusögu og  margt fleira.

Kl. 20 er guðsþjónusta þar sem Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar en auk þess fáum við dúettinn Reg og Andreas í heimsókn og munu þeir kynna jólatónleika sína sem verða í Lindakirkju 26. nóvember. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

Verið hjartanlega velkomin í Lindakirkju á sunnudaginn.