Þau Árni Gunnar Ragnarsson og Guðlaug Rún Gísladóttir afhentu Fjölgreinastarfi Lindakirkju tæpar tvær milljónir króna í dag (20. nóvember). Peningarnir söfnuðust í áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til minningar um son þeirra, Hlyn Snæ, en hann lést á síðasta ári. Hlynur Snær var mjög virkur í Fjölgreinastarfi Lindakirkju.
Tveir af vinum Hlyns úr Fjölgreinastarfinu, þeir Hálfdán Helgi Matthíasson og Róbert Ingi Þorsteinsson tóku við fénu fyrir hönd þess. Við afhendinguna var meðal annars sýnd stuttmynd um hlaupið Fyrir Hlyn og Unglingagospelkór Lindakirkju söng undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Lindakirkja færir þeim Guðlaugu Rún og Árna Gunnari og öllum sem tóku þátt og lögðu lið hjartans þakkir fyrir framlagið. Blessuð sé minning Hlyns Snæs.