Síðastliðinn mánudag hófst miðasala á tix.is á Aðventuhátíð Lindakirkju sem verður 15. desember kl. 20:00. Skemmst er frá því að segja að daginn eftir var orðið uppselt. Því var ákveðið að bæta við aukasætum og bæta einnig við hátíð kl. 17:00. Miðasalan í fullum gangi á tix.is.