11:00 Sunnudagaskóli.

Sunnudagskvöldið 3.nóvember kl. 20:00 býður Kór Lindakirkju til tónlistarveislu. Flutt verður blanda af kraftmikilli gospeltónlist sem lætur engan ósnortinn. Kór Lindakirkju, hljómsveit, einsöngvarar úr röðum kórfélaga og öll herlegheitin undir stjórn Óskars Einarssonar. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar forvarnarverkefninu Eitt líf. Leiðbeinandi miðaverð er kr. 2.000. Hljómsveitina skipa: Píanó: Óskar Einarsson, Bassi: Páll E. Pálsson, Slagverk: Brynjólfur Snorrason, Hammond: Andreas Hellkvist.