9. bekkjarferð í Vatnaskóg

​Nú um helgina, 25.-27. október, verður farið í sérstaka ferð fyrir  9. bekkinga í Vatnaskóg. ​
Lagt verður af stað klukkan 17:30 föstudaginn 25. október frá Lindakirkju og komið tilbaka kl 11:30 í Lindakirkju á sunnudeginum 27. október.​
Í ferðinni verður mikið lagt uppúr hópefli ásamt miklum frjálsum tíma með skemmtilegum dagskrártilboðum. ​Starfsfólk í ferðinni er:
Gunnar Hrafn Sveinsson,Hreinn Pálsson,  Tinna Dögg Birgisdóttir, Valborg Rut Geirsdóttir, Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson og Sr. Guðni Már Harðarson
Í ferðina þarf að hafa meðferðis:​
Sæng eða svefnpoka, lak og kodda.​
Föt til skiptanna​
Íþróttaföt​
Hlý föt æskileg ​
Sundföt og handklæði​
Hreinlætisvörur​
Nammi, gos og snakk leyfilegt.​
Orkudrykkir stranglega bannaðir og verða teknir af þátttakendum. ​
Símar og önnur tæki á ábyrgð þátttakenda, ekki WiFi í boði. ​
Skráning í ferðina fer fram í tenglinum hér að neðan og lýkur fimmtudaginn 24. október kl. 18:00​
https://skraning.lindakirkja.is/Event.aspx?id=10