Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11 þar sem við munum að sjálfsögðu syngja sunnudagaskólasöngvana okkar, heyra biblíusögu og margt margt fleira.

Kl. 20 er guðsþjónusta og eru fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Unglingagospelkór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur en auk þess fáum við tónlistaratriði frá fermingarbörnum. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

Verið hjartanlega velkomin í Lindakirkju á sunnudaginn.