Sunnudagaskólinn hefst stundvíslega kl. 11:00, gítar og söngur, bæn og biblíusaga, Rebbi og djús og kex, allt á sínum stað.
Á sunnudagskvöldið verður að venju messað í Lindakirkju kl. 20:00. Kór Lindakirkju syngur, Óskar Einarsson stjórnar og spilar, sr. Guðmundur Karl messar.  Vígslubiskup í Skálholti, sr. Kristján Björnsson vísiterar Lindasöfnuð um þessar mundir og mun hann einnig þjóna við messuna. Allir velkomnir.