Dagurinn í dag var góður dagur í sögu Lindakirkju, en aldrei hafa fleiri tekið þátt í æskulýðsstarfi á sama deginum, samtals tóku rúmlega 300 börn og unglingar þátt í starfi kirkjunnar. Fyrst mættu samtals um 110 fermingarbörn úr Salaskóla og Hörðuvallaskóla í fermingarfræðslu sem þau sækja vikulega. Prestarnir kenndu þremur hópum um Biblíuna, Boðorðin 10 og börnin drógu sér fermingarvers.

Í 9-12ára drengjastarfi KFUM milli 15.00 -16:00 mættu 21 drengur.

Í 9-12 ára stúlknatarfi KFUK  milli 16:30 og 17:30 mættu 40 stúlkur

Í 8. bekkjarstarf KFUM og KFUK milli 18:00 og 19:30  mættu 70 unglingar

í 9. bekkjarstarf KFUM og KFUK milli 20.00-21:30 mættu 35 unglingar

Barnakórin æfði svo líka og þar mættu rúmlega 40 börn!

Lindakirkja og KFUM og KFUK er stolt af öflugu og uppbyggilegu æskulýðsstarfi