Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund í safnaðarsal Lindakirkju kl. 20.  Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Í lok stundarinnar gefst tækifæri til að staldra við, fá sér kaffisopa og spjalla.

Miðvikudaginn 25. sept. mun hljómsveitin Sálmari leiða lofgjörðina.

Allir hjartanlega velkomnir.