Alfa-námskeið hefst í næstu viku 25. september. Námsskeiðið verður styttra en í fyrra eða 8 vikur, (auk helgarferðar í Ölver sumarbúðir í nóvember) og færist yfir á miðvikudaga kl. 18:00 til 20:00.
Sr. Guðni Már Harðarson heldur utan um námsskeiðið þetta árið ásamt  Heiðdísi Karlsdóttur, Lárusi Guðmundssyni, Nínu Dóru Pétursdóttur, Brynju Brynjarsdóttur, Gunnari Böðvarssyni og sr. Jóni Dalbú Hróbjarssyni.
Áfram verður stuðst við myndbönd til kennslu en einnig verður sum kvöldin boðið uppá lifandi fyrirlestra. Margir hafa hlotið blessun af því að sækja Alfa-námskeið oftar en einu sinni enda trúarglíman og spurningar lífsins sístætt verkefni.
Við í Lindakirkju bjóðum þig sérstaklega velkomin á kynningarkvöldið þar sem boðið verður uppá ljúffenga máltíð, fyrirlestur og umræður. Þá er alltaf gott að bjóða einhverjum vini eða einstakling sem gæti þurft að góðu samfélagi að halda á Alfanámskeiðið.
Ef þú hefur áhuga á að vera með getur þú skráð þig á lindakirkja@lindakirkja.is. Það kostar ekkert á kynningarkvöldið en eftir það verða 7 kennslukvöld og ferðalag í Ölver sumarbúðir um miðjan nóvember. Kostnaður við kvöldin 7 og ferðalagið er 18.900 krónur, ef fólk á í vandræðum með að greiða þá upphæð biðjum við ykkur að senda línu á Lindakirkju svo hægt sé að koma á móts við það. Enginn á að þurfa hætta við þátttöku í Alfa á fjárhagslegum forsendum.