Fermingarfræðslan í Lindakirkju hefst í næstu viku og stendur yfir frá þriðjudeginum 13. til föstudagsins 16. ágúst.
Börn í Linda- og Salaskóla mæta frá 9-12 en börn í Hörðuvalla- og Vatnsendaskóla frá 13-16.
Dagskrá fermingarfræðsludaganna verður fjölbreytt. Í bland við hefðbundna fræðslu verða skemmtileg lífsleikniverkefni, söng og leiki.
 
Kennarar á námskeiðinu verða Áslaug Helga Hálfdánardóttir djákni, Dís Gylfadóttir prestur, Guðmundur Karl Brynjarsson prestur, Guðni Már Harðarson prestur og Þorleifur Einarsson leikari.