Sunnudagaskólinn er að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11:00. Rebbi mætir pottþétt og trúlega einhverjir fleiri góðkunningjar sunnudagaskólabarna.

Um kvöldið verður messað í Lindakirkju. Fermdur verður Júlíus Garðar Gíslason, en hann býr á Spáni ásamt fjölskyldu sinni . Óskar Einarsson leiðir sönginn ásamt fríðu föruneyti og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
Allir velkomnir.