Í tilefni sumarsins er upplagt að brjóta upp vanann og brydda upp á nýjungum og bjóðum við því til ætvintýralegrar kvöldstundar í Lindakirkju sunnudaginn 30. júní kl. 20.

Tríóið töfratónar, skipað þeim Helga Má Hannessyni píanóleikara, Kristínu Birnu Óðinsdóttur söngkonu og Steinari Kristinssyni trompetleikara, flytur vel valin lög úr teiknimyndunum sem við þekkjum öll svo vel, eins og Aladdin, Litlu Hafmeyjunni ofl. Sr. Dís Gylfadóttir flytur hugvekju um ævintýrin sem við lendum í í lífinu.

Sunnudagaskólinn verður svo að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11.

Verið öll hjartanlega velkomin.