Dúettinn Reg & Andreas skipa Reg Downey and Andreas Flensted-Jensen. Reg er frá Kanada en Andreas er danskur. Þeir hafa spilað í tóneikasölum og kirkjum víða um heim síðastliðin þrjú ár.
Á dagskránni eru fallegar dægurlagaperlur og lög af trúarlegum toga, sem þeir gera að sínum ásamt því að flytja eigið efni. Þeir Reg og Andreas elska lífið, hafa góða kímnigáfu og flytja tónlist sína af innlifun sem lætur engan ósnortinn. Tónleikarnir hefjast, eins og fram hefur komið, kl. 20 í kvöld, miðvikudag 22. maí. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.