Undanfarið hefur Fyrsta Mósebók verið lesin á miðvikudagskvöldum í kapellu Lindakirkju. Miðvikudagskvöldið 27. mars ætlum við að skoða merkingu drauma með sérstakri áherslu á drauma Jósefs og drauma Faraós í Fyrstu Mósebók.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju er sérstakur gestur þetta kvöld en draumar eru sérstakt áhugamál hennar. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir, burtséð frá þátttöku í fyrri biblíulestrarkvöldum.