Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað klukkan 11 á sunnudaginn með sínum söngvum, bænum og sprelli. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fáum við að sjá myndband um Nebba og hvað hann er að bardúsa.

Um kvöldið kl. 20 verður haldin guðsþjónusta sem er sérstaklega tileinkuð fermingarbörnum og þeirra fjölskyldum. Hljómsveitin Omotrack flytur eigið efni, fermingarbörn úr Vatnsendaskóla syngja og spila á hljóðfæri og við fáum örstutta lokaviðureign í spurningakeppni fermingarbarna í Lindakirkju. Prestar Lindakirkju munu þjóna við athöfnina. Allir velkomnir.