Kótilettudjass hjá eldri borgurum!
Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12:00 verður samvera í eldriborgarastarfi Lindakirkju.
Lárus Loftsson kokkur framreiðir kótilettur með öllu tilheyrandi.
Eftir hádegisverðinn munu bræðurnir Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ómar Guðjónsson gítarleikari flytja nokkur vel valin djasslög ásamt söngkonunni Sigríði Thorlacius.
Að tónleikum loknum tekur við helgistund þar sem þríeykið leiðir sálmasöng og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson segir nokkur hugvekjandi orð.

Verð fyrir mat og dagskrá eru 1500 krónur.

Verið hjartanlega velkomin.